María Þórisdóttir var ekki valín í norska landsliðshópinn í knattspyrnu sem fer á Evrópumótið í Sviss sem hefst í næsta mánuði.
Noregur er með Íslandi í A-riðli mótsins og mun María því ekki mæta íslenska liðinu. María er dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar en hún á norska móður.
Helstu stjörnur Noregs eru með á mótinu, meðal annars Caroline Graham Hansen, leikmaður Spánarmeistara Barcelona, Guro Reiten leikmaður Chelsea og Ada Hegerberg leikmaður Lyon.