Patrik fer á kostum í Færeyjum

Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki.
Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki. mbl.is/Eyþór Árnason

Patrik Johannessen, leikmaður KÍ Klaksvík í Færeyjum, var valinn leikmaður mánaðarins í efstu deild færeyska fótboltans. 

Patrik gekk í raðir Klaksvíkurliðsins frá Breiðabliki í byrjun árs. Hann kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2022 og spilaði þá með Keflavík. Þar fór hann á kostum og skoraði 12 mörk. 

Breiðablik keypti hann fyrir háa upphæð fyrir tímabilið 2023 en hann sleit krossband og missti af öllu tímabilinu. Þá náði hann sér aldrei almennilega á strik þegar Blikaliðið varð Íslandsmeistari í fyrra. 

Það sama er ekki hægt að segja um gengi hans hjá Klaksvíkurliðinu en hann hefur farið á kostum og skorað 10 mörk í 13 leikjum í deildinni. 

Hann skoraði einnig sigurmark Færeyinga í 2:1-sigri gegn Gíbrataltar í undankeppni HM á dögunum. 

Klaksvík hefur verið yfirburðalið í Færeyjum síðustu ár og situr á toppnum með níu stiga forskot eftir 13 umferðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert