Knattspyrnufélög í Sádi-Arabíu eru reiðubúin að bjóða Suður-Kóreumanninum Son Heung-min 30 milljónir evra eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna fyrir hvert tímabil til að tryggja sér hans þjónustu í sumar.
TalkSport segir frá en þrjú félög hafa sett sig í samband við Son, sem er fyrirliði Evrópudeildarmeistara Tottenham.
Félögin eru Al Ahli, Al Nassr og Al Qadsiah en sádiarabíska deildin hefur nú verið að bjóða vinsælum leikmönnum í Evrópu himinhá laun undanfarin ár.