Umsókn Englendingsins Gareths Southgates um að verða næsti þjálfari pólska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið enskum miðlum mikið á óvart.
Southgate, sem var landsliðsmaður á sínum tíma, stýrði enska landsliðinu frá 2016 til 2024 og kom liðinu tvívegis í úrslitaleik EM og einu sinni í undanúrslit HM.
Eftir tapið fyrir Spáni í úrslitaleik EM í Þýskalandi í fyrra hætti hann hins vegar og Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók síðan yfir.
Pólski fjölmiðillinn Przeglad Sportowy Onet segir að Southgate hafi sótt um að verða landsliðsþjálfari Póllands en Michael Probierz hætti störfum hjá landsliðinu í síðustu viku eftir deilur við helstu stjörnu liðsins Robert Lewandowski.
Enskir miðlar eru mjög hissa á þessari ákvörðun Southgates og finnast hann eiga að stefna hærra, mögulega í liðsfótbolta.
„Gareth Southgate sækir um fáránlegt nýtt landsliðsþjálfarastarf,“ stendur í umfjöllun DailyMail og SportBible sem og SportsJoe taka í sömu strengi.
„Southgate sækir um starf og gæti stýrt mótherjum Englands á næsta móti,“ stendur þá í umfjöllun Daily Express.
Metro segir þá að Southgate sé að reyna koma sér aftur inn í þjálfaraheiminn með „mjög óvæntri umsókn.“