Argentínska stórliðið River Plate hafði betur gegn japanska liðinu Urawa Reds, 3:1, á HM félagsliða í Seattle í kvöld.
Leikurinn er liður í E-riðli mótsins en Inter Mílanó frá Ítalíu og Monterrey frá Mexíkó eru hin lið riðilsins og mætast í nótt.
Facundo Colidio og Sebastian Driussi komu River Plate í 2:0 en Yusuke Matsuo minnkaði muninn fyrir Urawa Reds á 58. mínútu.
Maximilliano Meza innsiglaði síðan sigur River Plate á 73. mínútu þegar hann kom liðinu í 3:1.