Southgate að taka við Póllandi?

Gareth Southgate.
Gareth Southgate. AFP/Kirill Kudryavtsev

Gareth Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, hefur sótt um að verða næsti landsliðsþjálfari Póllands. Pólski fjölmiðillinn Przeglad Sportowy Onet greinir frá þessu.

Pólska landsliðið er í leit að nýjum þjálfara eftir að Michal Probierz lét af störfum í síðustu viku.

Probierz og stjarna pólska landsliðsins, Robert Lewandowski, voru í hörðum deilum en Lewandowski hafði tilkynnt að hann myndi ekki leika fyrir landsliðið svo sem Probierz væri þjálfari.

Southgate stýrði enska landsliðinu í fjögur ár og fór með liðinu á fjögur stórmót. England komst tvisvar í úrslitaleik Evrópumótsins undir stjórn Southgate en tapaði í bæði skiptin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert