Danmörk og Holland í átta liða úrslit

Conrad Harder skoraði bæði mörk Danmerkur í dag.
Conrad Harder skoraði bæði mörk Danmerkur í dag. AFP/Carlos Costa

Danmörk og Holland tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM U21 árs í knattspyrnu karla, sem fer fram um þessar mundir í Slóvakíu.

Danmörk vann D-riðilinn með því að vinna sér inn sjö stig og Holland varð í öðru sæti með fjögur stig.

Danir gerðu jafntefli við Finna, 2:2, og Holland hafði betur gegn Úkraínu, 2:0, í lokaumferð riðilsins.

Í leik Danmerkur og Finnlands kom Conrad Harder, leikmaður Sporting Lissabon, Dönum í 2:0 áður en Finnar jöfnuðu metin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert