Franska knattspyrnugoðsögnin Bernard Lacombe er látinn, 72 ára að aldri.
Lacombe varð Evrópumeistari með Frakklandi árið 1984, sem fór fram í heimalandinu. Hann á að baki 38 landsleiki fyrir Frakklands hönd, skorandi í þeim 12 mörk.
Í frönsku 1. deildinni er Lacombe næstmarkahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Hann skoraði 255 mörk í 497 leikjum en aðeins Argentínumaðurinn Delio Onnis hefur skorað fleiri, með 299 mörk.
Lacombe spilaði aðeins í Frakklandi en hann lék með Lyon, Saint-Etienne og Bordeaux.