Enska landsliðskonan Alessia Russo segist reyna að halda sig frá samfélagsmiðlum á meðan stórmót standa yfir vegna hversu skaðlegt áreiti á samfélagsmiðlum getur verið.
„Ég held að hver einasti leikmaður gæti haft mismunandi sögu að segja um þessa hlið leiksins en þetta er án efa eitthvað sem getur verið mjög skaðlegt,“ sagði Russo.
„Ég las það meira en ég hefði átt að gera og hlustaði meira á það en ég hefði átt að gera. Einu skoðanirnar sem skipta máli eru skoðanir liðsfélaga minna, þjálfara minna og fjölskyldu minnar,“ sagði Russo.
Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í byrjun júlí í Sviss. England er með Frakklandi, Hollandi og Wales í riðli.