Trent um Real: Öðruvísi en ég er vanur

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Javier Soriano

Enski knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold viðurkennir að það er mikil breyting að æfa með Real Madrid.

Alexander-Arnold gekk til liðs við Real Madrid frá Liverpool en spænska stórveldið greiddi 10 milljónir evra fyrir bakvörðinn.

„Leikmennirnir hafa mikil gæði. Boltinn færist hratt á milli. Auðvitað er þetta öðruvísi en ég er vanur. Þetta eru stjörnur en þetta er fínt, ég kann vel við breytinguna,“ sagði Alexander-Arnold.

Real Madrid mætir sádiarabíska félaginu Al-Hilal í fyrsta leik á heimsmeistaramóti félagsliða klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert