Skoski knattspyrnumaðurinn Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur veitt samþykki fyrir því að skipta til spænska félagsins Atlético Madríd í sumar.
Spænski miðillinn Diario AS greinir frá því að Robertson hafi veitt munnlegt samþykki en þar er tekið fram að félögin eigi enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð.
Robertson, sem er 31 árs, á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Atlético vill ekki eyða háum fjárhæðum í leikmanninn og er ekki talið að Liverpool muni krefjast hárrar upphæðar. Eiga félögin nú í viðræðum.