Spænski knattspyrnumaðurinn Nico Williams, sem leikur með Athletic Bilbao, hefur náð munnlegu samkomulagi við Barcelona.
Samkvæmt félagaskiptafræðingnum Fabrizio Romano hefur Williams samþykkt að skrifa undir sex ára samning við félagið sem mun greiða honum 7 til 8 milljónir evra á ári.
Barcelona vinnur nú að því að ná samkomulagi við Athletic Bilbao um kaupverð á spænska sóknarmanninum.
Þýska stórveldið Bayern München hefur einnig sýnt áhuga á Williams.