Framseldur til heimalandsins

Quincy Promes í leik með Spartak Moskvu fyrir fjórum árum.
Quincy Promes í leik með Spartak Moskvu fyrir fjórum árum. AFP/Alberto Pizzoli

Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes hefur verið framseldur heim til Hollands frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og mun hefja afplánun sjö og hálfs árs fangelsisdóms síns í heimalandinu.

Promes var á síðasta ári dæmdur fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl og að hafa stungið frænda sinn í lærið, í tveimur aðskildum málum.

Samkvæmt hollenska dagblaðinu De Telegraaf var hann handtekinn í Dúbaí fyrr í mánuðinum að beiðni hollenskra yfirvalda en áður hafði Promes dvalið í fangelsi í Dúbaí um skeið á síðasta ári.

Beiðninni hafnað

Hann hafði óskað eftir seinkun á afplánun og þá boðist til að koma sjálfviljugur til Hollands, í þeirri von fá að halda knattspyrnuferli sínum áfram.

Þeirri beiðni var hafnað og er Promes nú í gæsluvarðhaldi í Hollandi þar sem hann bíður þess að vera fluttur í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert