Hvar endar Albert?

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Óvissa ríkir um framtíð Alberts Guðmundssonar en nokkur lið í ítölsku A-deildinni hafa sýnt áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Albert var að láni hjá Fiorentina frá Genoa á nýafstaðinni leiktíð en hann skoraði sex mörk í 24 leikjum í deildinni fyrir félagið.

Fiorentina er með kauprétt á Alberti, sem þýðir að félagið getur keypt hann á 17 milljónir evra. Ekki er samt víst að Fiorentina nýti sér kaupréttinn sem rennur út í lok mánaðarins.

Samkvæmt íþróttablaðamanninum Nicoló Schira hafa þrjú félög áhuga á Alberti. Það eru félögin Roma, Bologna og Atalanta.

Áhugavert verður að fylgjast með hvar Albert endar en hann verður að öllum líkindum áfram á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert