Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði sigurmark Inter Miami gegn Porto með ótrúlegu aukaspyrnumarki.
Inter Miami vann leikinn 2:1 en þetta var fyrsti sigur liðs frá Bandaríkjunum á mótinu.
Messi hefur nú skorað 68 mörk beint úr aukaspyrnu en aðeins Brasilíumennirnir Juninho Pernambucano og Pelé hafa skorað fleiri.
„Snertur af guði, er það ekki? Ótrúlegur, þvílíkur leikmaður,“ sagði portúgalski varnarmaðurinn Jose Fonte á Dazn eftir leik.
„Þetta er næstum því eins og víti fyrir hann, hann er svo nákvæmur. Hann er snillingur,“ bætti fyrrverandi leikmaðurinn Shay Given við.