Messi lét draum Ægis rætast (myndskeið)

Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnuna sem hann …
Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnuna sem hann skoraði svo úr á fimmtudagskvöld. AFP/Paul Ellis

Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, gladdi einn sinn helsta stuðningsmann, Ægi Þór Sævarsson, eftir leik Inter Miami gegn Porto á HM félagsliða á fimmtudag.

Ægir Þór er 13 ára gamall og sagði móðir hans Hulda Björk Svansdóttir í samtali við mbl.is árið 2017 að draumur sonarins væri að spila með Messi.

Þá var hann fimm ára gamall en líkt og Hulda Björk skýrir frá á heimasíðu sinni fékk Ægir Þór að hitta Messi eftir að argentínski snillingurinn skoraði glæsilegt sigurmark úr aukaspyrnu í 2:1-sigri á Porto í Atlanta í Bandaríkjunum.

Ægir Þór, sem er með Duchenne-sjúkdóminn, fékk eiginhandaráritun á Argentínutreyju sína og faðmlag frá átrúnaðargoðinu eins og sjá má í myndskeiði sem Hulda Björk birti:

Ægir Þór Sævarsson kátur fyrir nokkrum árum.
Ægir Þór Sævarsson kátur fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert