Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, er sá leikmaður sem Ítalíumeistarar Napoli eru að leggja alla áherslu á að fá í sumar.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano staðfestir þetta á samfélagsmiðlinum X og segir hann að viðræður milli Napoli og Liverpool muni halda áfram í næstu viku.
🚨🇺🇾 Darwin Nunez remains Napoli’s priority and dream target as centre striker. The club won’t advance/close on different options until they’ve a chance to get Nunez.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2025
Talks will continue next week in order to understand how/if transfer fee and salary can be feasible. pic.twitter.com/Bhz08wnxI8
Nunez kom frá portúgalska liðinu Benfica til Liverpool fyrir tímabilið 2022-23 og hefur hann ekki náð að standast væntingar hjá meistaraliði Liverpool. Hann hefur spilað 143 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 40 mörk og gefið 22 stoðsendingar.
Liverpool borgaði 85 milljónir á sínum tíma fyrir Nunez en talið er að félagið vilji fá að minnsta kosti helminginn af þeirri upphæð þegar það selur Úrúgvæjann.