Norsku meistararnir í Bodö/Glimt fengu íslendingalið Brann í heimsókn í toppslag norsku deildarinnar í fótbolta. Heimamenn voru töluvert sterkara liðið og vann sannfærandi sigur, 3:0.
Ole Blomberg skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Bodö/Glimt á fimmtu mínútu áður en Kasper Hogh bætti við öðru marki á 40. mínútu.
Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn þar sem Ulrik Saltnes skoraði á 47. mínútu og rak síðasta naglann í kistuna hjá Brann.
Eggert Aron Guðmundsson spilaði fyrstu 61 mínútu leiksins fyrir Brann en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon var ekki í leikmannahóp Brann í dag.
Eftir leikinn er Brann enn í 2. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Viking. Bodö/Glimt er í fjórða sæti en á þrjá leiki til góða á liðin fyrir ofan þá.