Inter stóð tæpt gegn Japönunum

Valentin Carboni fagnar sigurmarki Inter í kvöld með samherjum sínum.
Valentin Carboni fagnar sigurmarki Inter í kvöld með samherjum sínum. AFP/Juan Mabromata

Inter Mílanó frá Ítalíu og Fluminense frá Brasilíu standa vel að vígi í sínum riðlum á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu í Bandaríkjum eftir sigra í kvöld.

Inter vann Urawa Reds frá Japan, 2:1, í E-riðlinum í Seattle. Það stóð tæpt því Valentin Carboni skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartímans. 

Japanirnir komust snemma yfir með marki frá Ryoma Watanabe en Lautaro Martínez jafnaði fyrir Inter á 78. mínútu.

Inter er með 4 stig, River Plate frá Argentínu 3, Monterrey frá Mexíkó 1 og Urawa Reds ekkert en River Plate og Monterrey mætast í nótt.

Fluminense vann Ulsan HD frá Suður-Kóreu, 4:2, í F-riðilinum í East Rutherford í New Jersey. Eftir tvær umfeðrir eru Fluminense og Dortmund með 4 stig, Mamelodi Sundowns 3 en Ulsan er án stiga og úr leik í baráttunni um að komast áfram.

Ulsan var 2:1 yfir í hálfleik en það var á lokakaflanum sem Juan Freytes og Keno skoruðu og tryggðu sigur Brasilíumannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert