Vill ljúka ferlinum hjá Real Madrid

Thibaut Courtois vill enda ferilinn hjá Real Madrid.
Thibaut Courtois vill enda ferilinn hjá Real Madrid. AFP/Chandan Khanna

Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur gefið það út að hann vilji enda feril sinn hjá Real Madrid þar sem hann hefur verið frá árinu 2018.

Það hafa verið sögusagnir á kreiki um að hann muni yfirgefa félagið nú í sumar en Courtois hefur sagt að hann vilji framlengja samning sinn við spænska félagið.

„Ég vonast til að framlengja. Ég er mjög ánægður hjá Real Madrid, það er draumur að spila hérna og hvert einasta ár í vibót væri annar draumur.“

„Félagið veit að ég vil vera áfram og ég vonast til að leggja hanskana á hilluna sem leikmaður Real Madrid. Samtalið er virkt en nú er tími til að sýna sig og sanna á vellinum“ sagði Courtois á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Pachuca í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer fram seinna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert