Atlético Madrid frá Spáni er úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða karla í knattspyrnu þrátt fyrir sigur gegn Botafogo frá Brasilíu, 1:0, í lokaumferð B-riðils í Pasadena í Kaliforníu.
París SG vann Seattle Sounders, 2:0, í Seattle á sama tíma. PSG og Botafogo fara áfram en þau fengu 6 stig rétt eins og Atlético sem situr eftir á markatölu. Seattle fékk ekki stig í riðlinum.
Antoine Griezmann skoraði sigurmark Atlético gegn Botafogo á 87. mínútu leiksins.
Khvicha Kvaratskhelia kom PSG yfir gegn Seattle á 35. mínútu eftir sendingu frá Vitinha og Achraf Hakimi tryggði sigurinn með marki á 66. mínútu.