Bandaríkin unnu og Sádi-Arabía áfram

Patrick Agyemang (t.h.) fagnar sigurmarki sínu í nótt.
Patrick Agyemang (t.h.) fagnar sigurmarki sínu í nótt. AFP/Omar Vega

Bandaríkin höfðu betur gegn Haítí, 2:1, í lokaumferð D-riðil í Gullbikar karla í knattspyrnu í nótt. Með því tryggði liðið sér sigur í riðlinum.

Bandaríkin unnu sér sinn níu stig og flugu áfram í átta liða úrslit.

Malik Tillman og Patrick Agyemang skoruðu mörk Bandaríkjanna og Loicius Deedson skoraði fyrir Haítí.

Sádi-Arabía, sem er boðslið í Gullbikarnum, keppni þjóða frá Norður- og Mið-Ameríku, tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum með því að gera jafntefli við Trínidad og Tóbagó, 1:1, í riðlinum.

Sádi-Arabía vann sér inn fjögur stig en Trínidad og Tóbagó situr eftir með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert