City skoraði sex og fór áfram

Rayan Cherki fagnar marki sínu í nótt.
Rayan Cherki fagnar marki sínu í nótt. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM félagsliða í knattspyrnu karla með stæl í nótt. Liðið vann Al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum mjög örugglega, 6:0, í G-riðlinum.

Juventus og Man. City eru þar með bæði með sex stig eftir tvær umferðir í riðlinum og búin að tryggja sig áfram. Þau mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á fimmtudagskvöld.

Í nótt skoraði Ilkay Gündogan tvívegis og þeir Claudio Echeverri og Rayan Cherki skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Man. City.

Norðmennirnir Erling Haaland og Oscar Bobb komust þá einnig á blað, sá fyrrnefndi með marki úr vítaspyrnu.

Í gærkvöldi gerðu Red Bull Salzburg og Al-Hilal frá Sádi-Arabíu svo markalaust jafntefli í H-riðli. Salzburg er þannig með fjögur stig í öðru sæti á eftir Real Madríd og Al-Hilal er með tvö stig í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert