Hætta þurfti síðari leik Sampdoria og Salernitana í umspili um að halda sæti sínu í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu karla í gær vegna óláta stuðningsmanna síðarnefnda liðsins.
Staðan í leiknum í Salerno var 2:0 fyrir Sampdoria og samanlagt 4:0 þegar stuðningsmenn heimaliðsins lýstu yfir ósætti sínu með því að fleygja reyksprengjum og sætum inn á völlinn.
Komið var fram á 65. Mínútu og örlög Salernitana því svo gott sem ráðin. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum verður Sampdoria að öllum líkindum dæmdur 3:0-sigur.
Það myndi þýða samanlagðan 5:0-sigur og áframhaldandi veru Sampdoria í B-deildinni á meðan Salernitana fer niður í C-deild.