18 ára mun þéna yfir 1,2 milljónir á mánuði

Felicia Schröder.
Felicia Schröder. Ljósmynd/Sænska knattspyrnusambandið

Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder hefur skrifað undir nýjan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken.

Schröder, sem er einungis 18 ára gömul, hefur slegið í gegn í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 16 mörk og lagt upp önnur sex mörk til viðbótar í tólf leikjum í deildinni á tímabilinu.

Sænski miðillinn Sportbladet greinir frá því að hún sé orðin launahæsti leikmaður deildarinnar og að hún muni þéna yfir 100.000 sænskar krónur á mánuði en það samsvarar tæplega 1,3 milljónum íslenskra króna.

Hún hefur verið sterklega orðuð við félög í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu en þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki einn A-landsleik fyrir Svía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert