Karlalið franska knattspyrnufélagsins Lyon hefur verið dæmt niður um deild vegna fjárhagsvandræða.
Það er franski miðillinn L'Equipe sem greinir frá þessu en í frétt franska miðilsins kemur meðal annars að fram að félagið skuldi í kringum 175 milljónir evra.
Félagið fékk aðvörun í nóvember vegna fjárhagsvandræða og þá var það einnig úrskurðað í félagaskiptabann í síðasta janúarglugga.
Forráðamönnum hefur ekki tekist að leysa fjárhagsvandræðin á síðustu mánuðum og félagið neyðist því til þess að leika í B-deildinni á næstu leiktíð.
Lyon hefur sjö sinnum orðið Frakklandsmeistari og þá hafnaði félagið í sjötta sæti frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.