Knattspyrnumaðurinn Erik Leandersson, 21 árs sóknarmaður Spjelkavik í Noregi, er markahæsti leikmaðurinn í norsku deildakeppninni í ár.
Erik á íslenska móður og norskan föður, bjó á árum áður á Íslandi og var til að mynda í úrtakshópi íslenska U16-ára landsliðsins fyrir sex árum.
Hann er búinn að skora 17 mörk í tólf leikjum í norsku 3. deildinni, fjórðu efstu deild þar í landi, og skoraði auk þess sex mörk í þremur bikarleikjum.
Alls hefur Erik því skorað 23 mörk í aðeins 15 leikjum á tímabilinu. Á yngri árum var hann á mála hjá B-deildar liði Aalesund, en Spjelkavik er sömuleiðis í Álasundi.