Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það ómögulegt að skipuleggja hefðbundna æfingu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum vegna rauðrar hitaviðvörunar þar í borg.
Lið Chelsea æfði í 37 stiga hita í gær en vegna mikils raka, 45 prósent, upplifir fólk hitann nær 45 gráðum. Chelsea undirbýr sig fyrir leik gegn Esperance frá Túnis í HM félagsliða í nótt.
Á leikvangi Philadelphia Union er spáð hæsta hita sem mælst hefur í borginni síðustu 13 ár, 38 stigum, og aðstæður því vísar til að valda erfiðleikum.
„Æfingin í morgun var mjög, mjög stutt. Annars gætum við ekki sparað orku fyrir leikinn. Þetta hefur bara snúist um leikinn á morgun, ekki neitt annað.
Eins og þið sjáið er þetta ekki auðvelt í þessum aðstæðum þegar hitinn er svona hár. Við munum gera okkar besta,“ sagði Maresca á fréttamannafundi í gær.
Chelsea þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Esperance í nótt til þess að komast upp úr D-riðli.