Andreas Schjelderup reyndist hetja Benfica þegar liðið lagði Bayern München að velli, 1:0, í C-riðli heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta í Charlotte í Bandaríkjunum í kvöld.
Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar fyrir leik kvöldsins en Schjelderup skoraði sigurmarkið strax á 13. mínútu.
Sigurinn tryggði Benfica efsta sæti riðilsins en liðið endaði með 7 stig á meðan Bayern München endaði í öðru sætinu með 6 stig.