Portúgalarnir hágrétu í Orlando (myndskeið)

Diogo Jota var minnst fyrir leikinn í kvöld.
Diogo Jota var minnst fyrir leikinn í kvöld. AFP/Michael Reaves

Portúgölsku knattspyrnumennirnir Joao Cancelo og Rúben Neves, leikmenn Al Hilal í Sádi-Arabíu, gátu ekki haldið aftur af tárunum í kvöld þegar liðið mætti Fluminense í átta liða úrslitum HM félagsliða í Orlando í Bandaríkjunum.

Liðsfélagi þeirra Diogo Jota lést í bílslysi aðfaranótt fimmtudags en hann og Neves höfðu verið bestu vinir alveg frá því að þeir léku saman með yngri landsliðum Portúgals.

Jota var minnst fyrir leikinn í kvöld og áttu báðir Portúgalarnir mjög erfitt með sig en ákváðu þó báðir að spila leikinn sem lauk með naumum sigri brasilíska liðsins, 2:1.

Jota lék alls 49 A-landsleiki fyrir Portúgal og skoraði í þeim 14 mörk en hann vann Þjóðadeildina með liðinu í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert