Í molum eftir skelfilegt samstuð

Jamal Musiala gæti verið lengi frá.
Jamal Musiala gæti verið lengi frá. AFP/KEVIN C. COX

Þýski knattspyrnumaðurinn Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, þurfti að vera borinn af velli í 2:0-tapi liðsins gegn París SG í átta liða úrslitum HM félagsliða.

Musiala lenti í harkalegu samstuði við Gianluigi Donnarumma, markvörð París SG, og varð fyrir hræðilegum meiðslum á vinstri fæti.

Donnarumma var í molum eftir meiðslin en Musiala gæti misst af stórum hluta næsta tímabils.

Musiala, sem er 22 ára, er lykilmaður hjá Bayern en á dögunum var tilkynnt að hann myndi fá tíuna hjá félaginu á næstu leiktíð.

Gianluigi Donnarumma var miður sín eftir atvikið.
Gianluigi Donnarumma var miður sín eftir atvikið. AFP/Patricia De Melo Moreira
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert