Níu Parísarmenn kláruðu Bayern

Ousmane Dembéle skoraði seinna mark París SG.
Ousmane Dembéle skoraði seinna mark París SG. AFP/KEVIN C. COX

París SG sigraði Bayern München 2:0 í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða karla í knattspyrnu í Atlanta í Bandaríkjunum í dag og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum þar sem franska liðið mætir sigurvegaranum úr leik Real Madrid og Dortmund.

Leikurinn var mjög fjörugur og áttu bæði lið talsvert af góðum færum, en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 78. mínútu þegar Désire Doué skoraði með laglegu skoti í nærhornið.

Willian Pacho, leikmaður PSG, fékk síðan að líta rauða spjaldið á 82. mínútu eftir glæfralega tæklingu á Leon Goretzka. Lucas Hernandez samherji hans fór svo sömu leið á 92. mínútu eftir að hafa gefið Raphael Guerreiro olnbogaskot. Ousmane Dembélé gerði svo út um leikinn með marki á 96. mínútu eftir frábæran undirbúning Achraf Hakimi og það tveimur leikmönnum færri.

Leikurinn var bráðfjörugur, sérstaklega í síðari hálfleik, og voru leikmenn Bayern sterkari aðilinn stærstan hluta seinni hálfleiks en náðu ekki að nýta sér það. Parísarmenn refsuðu þeim fyrir það og tryggðu sér að lokum góðan sigur.

Khvicha Kvaratskhelia á boltanum en Bayern-mennirnir Dayot Upamecano og Michael …
Khvicha Kvaratskhelia á boltanum en Bayern-mennirnir Dayot Upamecano og Michael Olise verjast. AFP/ALEX GRIMM
París SG 2:0 Bayern München opna loka
90. mín. Sex mínútur í uppbótartíma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert