Kveður eftir 25 ár

Thomas Müller.
Thomas Müller. AFP/ALEX GRIMM

Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Müller lék sinn síðasta leik með Bayern München þegar liðið tapaði fyrir París SG, 2:0, í undanúrslitum HM félagsliða í gær.

Müller fer frá félaginu sem goðsögn en hann byrjaði að spila með yngri liðum Bayern árið 2000 þegar hann var 10 ára.

Fyrsti meistaraflokksleikur Müller fyrir Bayern kom árið 2008 þegar hann kom inn á fyrir Miroslav Klose gegn Hamburger SV.

Í 756 leikjum fyrir Bayern hefur Müller skorað 250 mörk og gefið 276 stoðsendingar. Hann er leikjahæsti leikmaður félagsins og sá þriðji markahæsti en aðeins Gerd Müller og Robert Lewandowski hafa skorað fleiri mörk.

Ekki er vitað hvert Müller mun fara en hann hefur verið sterklega orðaður við lið í MLS-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert