Þungt högg fyrir Bayern

Jamal Musiala var borinn af velli í gær.
Jamal Musiala var borinn af velli í gær. AFP/KEVIN C. COX

Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, gæti verið frá í fjóra til fimm mánuði eftir að meiðast í 2:0-tapi liðsins gegn París SG á HM félagsliða í knattspyrnu í gær.

Samkvæmt Sky Sports í Þýskalandi braut Musiala á sér vinstri ökklann þegar hann lenti í harkalegu samstuði við markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Musiala er nú á leiðinni til Þýskalands þar sem hann mun fara í aðgerð. Þjóðverjinn er einn af lykilmönnum Bæjara en hann skoraði 18 mörk og gaf fimm stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert