Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey er genginn til liðs við mexíkóska félagið Pumas.
Ramsey, sem er fyrrverandi leikmaður Arsenal og Juventus, vissi lítið um Pumas áður en hann gekk í raðir félagsins og viðurkenndi að hann notaði bæði Google og YouTube til að fræða sig.
„Síðustu tvær vikur hef ég rætt við starfsmenn félagsins og síðan notaði ég Google og YouTube til að læra meira um félagið,“ sagði Ramsey léttur á blaðamannafundi.
Hinn 34 ára gamli Ramsey spilaði síðast með Cardiff í ensku B-deildinni. Hann kom aðeins við sögu í 10 leikjum hjá félaginu á síðustu leiktíð.
„Ég tel þetta vera spennandi deild, með góða leikmenn og góð lið. Ég hlakka mikið til að spila,“ sagði Ramsey.