Heimir tekur tapið á sig

Heimir Hallgrímsson ásamt aðstoðarþjálfaranum John O'Shea.
Heimir Hallgrímsson ásamt aðstoðarþjálfaranum John O'Shea. Ljosmynd/Írska knattspyrnusambandiö

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu máttu þola tap, 2:1, gegn Armeníu á útivelli í undankeppni HM í kvöld.

Armenía er 40 sætum neðar en Írland á heimalista FIFA og var um slæmt tap að ræða.

„Ég tek þetta á mig. Þetta voru sömu leikmenn og við vorum sáttir við í síðasta leik og nú verðum við að skoða hvað við gerðum öðruvísi,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert