Vont tap hjá Heimi

Heimir Hallgrímsson mátti þola slæmt tap í dag.
Heimir Hallgrímsson mátti þola slæmt tap í dag. Ljosmynd/Írska knattspyrnusambandiö

Armenía hafði betur gegn Írlandi, 2:1, á heimavelli í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Heimir Hallgrímsson þjálfar írska liðið. Írland er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki í riðlinum. Armenía er með þrjú.

Eduard Spertsyan kom Armeníu yfir með marki úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Grant-Leon Ranos gerði annað markið á 51. mínútu.

Evan Ferguson minnkaði muninn fyrir Írland á 57. mínútu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert