Heimsmeistari leggur hanskana á hilluna

Steve Mandanda er hættur.
Steve Mandanda er hættur. AFP

Knattspyrnumarkvörðurinn Steve Mandanda hefur lagt hanskana á hilluna. Hinn fertugi Mandanda varð heimsmeistari með Frakklandi í Rússlandi árið 2018.

Hann tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við L'Equipe í heimalandinu en markvörðurinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Rennes eftir síðasta tímabil.

Mandanda er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Marseille þar sem hann var fimm sinnum valinn besti markvörður frönsku 1. deildarinnar og lék alls 613 leiki.

Hann lék einnig með Le Havre, Rennes og Crystal Palace.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert