Mata hvergi nærri hættur

Juan Mata er kominn til Melbourne.
Juan Mata er kominn til Melbourne. Ljósmynd/Melbourne Victory

Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata hefur gert samning við ástralska félagið Melbourne Victory. Hann kemur til þess frá Western Sydney Wanderers, sem er einnig frá Ástralíu.

Mata var aðeins sjö sinnum í byrjunarliði Western Sydney á síðustu leiktíð og vill meiri spiltíma, en hann er orðinn 37 ára gamall.

Spænski miðjumaðurinn er þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi, þar sem hann lék með stórliðunum Manchester United og Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert