Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata hefur gert samning við ástralska félagið Melbourne Victory. Hann kemur til þess frá Western Sydney Wanderers, sem er einnig frá Ástralíu.
Mata var aðeins sjö sinnum í byrjunarliði Western Sydney á síðustu leiktíð og vill meiri spiltíma, en hann er orðinn 37 ára gamall.
Spænski miðjumaðurinn er þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi, þar sem hann lék með stórliðunum Manchester United og Chelsea.
/frimg/1/59/60/1596018.jpg)