Á Sölva margt að þakka

„Einn vinur minn kynnir mig fyrir Sölva Geir Ottesen, sem er nú þjálfari Víkings. Martin og Sölvi unnu saman þá á ferlinum hjá Sölva og við erum bara að spjalla saman við Sölvi og ég er að segja honum þessar pælingar mínar.

Hann biður mig að gefa sér „pitch“ ef að ég ætti að reyna að fá hann sem leikmann og það endar eiginlega bara með því að hann segir: „Minn gamli umboðsmaður, Martin Dahlin...“

Ég svona kannast við nafnið en hann var náttúrulega að toppa á HM '94 og ég er fæddur '97 en einhvern veginn af áhuga kannaðist ég við þetta. Sölvi í raun og veru kom okkur í samband þannig að ég á honum mikið að þakka.“

Ungur yngri flokka þjálfari verður umboðsmaður

Elías Njarðarson ræðir í Dagmálum áhugaverðan heim umboðsmanns fótboltamanna en hann hefur starfað sem slíkur hjá MD Management sænsku goðsagnarinnar Martins Dahlin í sjö ár, þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall.

Meðal annars segir Elías frá því hvað varð til þess að 21 árs gamall yngri flokka þjálfari á Íslandi var allt í einu farinn að starfa sem umboðsmaður fótboltamanna fyrir gamla HM-goðsögn.

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

Elías Njarðarson ræðir í Dagmálum áhugaverðan heim umboðsmanns fótboltamanna en …
Elías Njarðarson ræðir í Dagmálum áhugaverðan heim umboðsmanns fótboltamanna en hann hefur starfað sem slíkur hjá MD Management sænsku goðsagnarinnar Martins Dahlin í sjö ár, þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka