Bayern München er enn með fullt hús stiga í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir útisigur á Frankfurt, 3:0, í dag.
Luis Díaz, sem kom til Bayern frá Liverpool í sumar, skoraði fyrsta markið eftir tæpa mínútu og Harry Kane gerði annað markið á 27. mínútu.
Bæjarar voru ekki hættir því Díaz gerði sitt annað mark á 84. mínútu og þar við sat.
