Finnst líklegt að Kane verði áfram í München

Harry Kane hefur verið magnaður með Bayern á þessari leiktíð.
Harry Kane hefur verið magnaður með Bayern á þessari leiktíð. AFP/Alexandra Beier

Framkvæmdastjóri Bayern München, Christop Freund, segir líklegt að Englendingurinn Harry Kane muni endurnýja samning sinn með þýska stórliðinu.

Harry Kane gekk í raðir Bayern árið 2023 frá Tottenham og skrifaði undir fjögurra ára samning sem gildir til ársins 2027.

„Bæði við og Harry Kane getum ímyndað okkur að halda áfram saman eftir að núverandi samningur rennur út. Harry líður vel hérna í München og við vonum öll að hann verði hérna í nokkur ár í viðbót,” sagði Freund á blaðamannafundi á dögunum.

Kane hefur hins vegar verið orðaður við gamla félag sitt Tottenham en hefur sjálfur sagt í viðtölum að hann ætli sér að vera hjá Bayern allavega þangað til samningurinn rennur út.

Kane hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð og hefur skorað 11 mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sex leikjum með Bayern. 

Auk þess er áhugavert að taka eftir því að Kane hefur ekki tapað knattspyrnuleik síðan 24. júní þegar Benfica sigraði Bayern 1:0 á heimsmeistaramóti félag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert