Spænska stórliðið Real Madrid er að sögn enskra fréttamiðla að undirbúa tilboð í spænska miðjumanninn Rodri.
Miðlarnir greina frá því að Madrid sé tilbúið að greiða 130 milljónir punda fyrir Spánverjann eða um 21,2 milljarða íslenskra króna.
Rodri var valinn besti leikmaður ársins árið 2023 og hefur verið lykilhlekkur Manchester City undanfarin tímabil.
Rodri er 29 ára gamall og gekk í raðir City árið 2019 er hann kom frá Atletico Madrid.
