Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar hans í Twente höfðu betur gegn Heracles, 2:1, í 8. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á heimavelli í dag.
Twente situr nú í 5. sæti deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.
Kristian var í byrjunarliði Twente í dag og lék virkilega vel. Hann átti fjögur skot í mark Heracles en því miður gekk ekki að koma boltanum í netið.
Rétt undir lok fyrri hálfleiks komst Heracles þegar Ivan Mesik kom boltanum í netið af stuttu færi.
Strax í byrjun seinni hálfleiks jafnaði Max Bruns metin fyrir Twente og var staðan jöfn þangað til á 84. mínútu þegar Thomas van den Belt kom Twente yfir með skoti fyrir utan teig.
Ekki var spennan búin því á 89. mínútu fékk Bart van Rooij, leikmaður Twente, beint rautt spjald og eftir það sótti Heracles gríðarlega að marki Twente.
Hins vegar gekk ekki að koma boltanum í netið og frábær sigur Twente var niðurstaðan.
