Óvíst er hvort frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Ibrahima Konaté verði með franska landsliðinu er það mætir Íslandi í október.
Báðir leikmennirnir voru teknir af velli í leikjum sínum í gær vegna meiðsla, Mbappé vegna ökklameiðsla gegn Villarreal á 83. mínútu og Konaté vegna meiðsla á læri á 56. mínútu gegn Chelsea.
Knattspyrnustjórar leikmannanna tjáðu sig báðir um meiðslin á blaðamannafundum eftir leikina í gær.
„Kylian meiddist á ökkla í dag. Við getum ekki sagt hvort hann muni fara með Frakklandi eða ekki, landsliðsteymið þarf að meta hvort hann sé hæfur. Ef eitthvað kemur upp mun hann ekki getað spilað, en eins og stendur vitum við ekki neitt,” sagði Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Real Madrid.
Arne Slot sagðist ekki vera viss hvort að meiðsli Konaté væru alvarleg eða ekki:
„Ég veit ekki hvort þetta séu alvarleg meiðsli eða ekki, en það sem ég veit er að hann haltraði á vellinum og þegar ég spurði hann út í það sagðist hann finna til í lærinu. Kannski var það fyrir bestu að hann fór af velli svona snemma en það var það eina í stöðunni þar sem hann var haltrandi."
Mbappé og Konaté eru ekki einu leikmenn franska landsliðsins sem gætu verið frá vegna meiðsla þegar Frakkland kemur til Íslands.
Ousmane Dembélé, nýkrýndur besti leikmaður ársins, hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun september og mun missa af leiknum gegn Íslandi. Auk þess hefur ungstirnið Desiré Doue einnig verið frá vegna meiðsla síðan í september og missir af leiknum.
Ísland tekur á móti Frakklandi á Laugardalsvelli mánudaginn 13. október.