Ten Hag gæti óvænt snúið aftur

Erik ten Hag entist ekki lengi hjá Leverkusen.
Erik ten Hag entist ekki lengi hjá Leverkusen. AFP/Darren Staples

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag gæti óvænt tekið aftur við Ajax í heimalandinu á næstu dögum.

De Telegraaf í Hollandi greinir frá. Ten Hag var rekinn frá Leverkusen í Þýskalandi eftir aðeins tvo deildarleiki í síðasta mánuði eftir erfiða tíma hjá Manchester United.

Illa hefur gengið hjá hinum 55 ára gamla ten Hag í síðustu störfum en hann gerði góða hluti með Ajax og komst m.a. í undanúrslit Meistaradeildarinnar og var sigursæll heima fyrir.

Ajax er í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir átta leiki. Liðið er búið að vinna fjóra leiki og gera fjögur jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka