Þurfti lögreglufylgd og var rekinn

Russell Martin fékk reisupassann í kvöld.
Russell Martin fékk reisupassann í kvöld. AFP/Erwin Sheriau

Forráðamenn skoska knattspyrnufélagsins Rangers hafa rekið Russell Martin úr starfi en hann tók við fyrir tímabilið.

Síðasti leikur Martins á hliðarlínunni var 1:1-jafntefli á útivelli gegn Falkirk í dag.

Rangers er í áttunda sæti skosku deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki og aðeins einn sigur. Þá er liðið stigalaust eftir tvo leiki í Evrópudeildinni.

Stuðningsmenn félagsins voru margir hverjir orðnir reiðir eftir slæma byrjun á tímabilinu og þurfti Martin lögreglufylgd af vellinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka