UEFA samþykkir umdeildar beiðnir

Robert Lewandowski og félagar í Barcelona gætu spilað deildarleik í …
Robert Lewandowski og félagar í Barcelona gætu spilað deildarleik í Miami. AFP/Cristina Quicler

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur samþykkt beiðnir knattspyrnusambanda Ítalíu og Spánar um að spila tvo deildarleiki fyrir utan landsteinana.

Barcelona og Villarreal vilja spila deildarleik sinn í Miami í Bandaríkjunum í desember á meðan AC Milan og Como vilja spila í Perth í Ástralíu í febrúar.

Í yfirlýsingu UEFA kemur fram að sambandið hafi með trega samþykkt beiðnirnar en tekur skýrt fram að það sé almennt mótfallið því að spila deildarleiki í öðrum löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert