Albert Guðmundsson náði sér ekki almennilega á strik þegar Fiorentina mátti þola tap gegn Roma, 2:1, á heimavelli í efstu deild ítalska fótboltans í gær.
Albert lék aðeins fyrri hálfleikinn og náði lítið að ógna marki Róverja. Hann nældi sér í gult spjald á 43. mínútu og kom ekki út í seinni hálfleikinn.
„Vonandi getur Albert fundið sjálfstraustið, brosið og hæfileikana fyrir framan markið aftur í komandi landsleikjum gegn Úkraínu og Frakklandi,“ sagði Stefano Piolo knattspyrnustjóri Fiorentina á blaðamannafundi eftir leik.
