Juventus og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í 6. umferð ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu karla í Tórínó í gærkvöldi. Christian Pulisic klúðraði vítaspyrnu fyrir gestina frá Mílanó.
Juventus er eftir leikinn með tólf stig í fimmta sæti og AC Milan er í þriðja sæti með 13 stig.
AC Milan hefði tyllt sér á toppinn með sigri en Bandaríkjamaðurinn Pulisic þrumaði boltanum yfir markið úr vítaspyrnu á 53. mínútu.
Hann hefur hafið tímabilið af miklum krafti enda kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu sex deildarleikjum sínum fyrir AC Milan á tímabilinu.
